KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND
Kvennakór Garðabæjar var stofnaður á haustmánuðum árið 2000 af Ingibjörgu Guðjónsdóttur, sem hefur verið frá upphafi stjórnandi kórsins. Í kórnum eru að jafnaði 25 til 35 konur á aldrinum 25 til 55 ára. Krafist er áheyrnarprufu fyrir inngöngu í kórinn. Markmið kórsins er að flytja og kynna fjölbreytta íslenska og erlenda kórtónlist frá öllum tímum og í öllum stíltegundum. Einnig hefur kórinn frumflutt ný tónverk eftir íslensk tónskáld.
Kórinn stendur fyrir öflugri menningardagskrá á hverju ári

- Þar ber hæst aðventutónleikar í desember og vortónleika í maí einnig stendur kórinn fyrir menningarkvöldum, syngur við guðsþjónustur og við ýmsa aðra tónlistar- og menningarviðburði. 
​
í tilefni af tíu ára afmæli Kvennakórs Garðabæjar árið 2010 gaf kórinn út geisladiskinn Jólasöngur sem inniheldur sextán íslensk og erlend jólalög.

Kvennakór Garðabæjar er stofnfélagi í Gígjunni, landssamtökum íslenskra kvennakóra og hefur kórinn tekið þátt landsmótum Gígjunnar sem haldin hafa verið víða um land. Einnig var kórinn þátttakandi í Nordic-Baltic kóramótinu sem fram fór í Reykjavík. Söngferðir utanlands hafa verið farnar á nokkura ára fresti en kórinn hefur heimsótt Prag, Vínarborg, Kaupmannahöfn og Íslendingaslóðir í Bandaríkjunum og Kanada þar sem kórinn tók m.a. þátt í 17. júní hátíðarhöldunum í Winnipeg. 

​​2015 tók kórinn þátt í sinni fyrstu kórakeppni en keppnin Canta al mar er haldin í Barcelona og nágrannabænum Calella ár hvert. Kórinn hlaut gullverðlaun í flokki kvennakóra og silfurverðlaun í flokki kirkjuverka. 

Hægt er fá Kvennakór Garðabæjar til þess að koma fram við margvísleg tækifæri, svo sem á árshátíðum, ráðstefnum, skemmtikvöldum eða brúðkaupum. Vinsamlegast sendið okkur línu til að fá frekari upplýsingar.


​Kvennakór Garðabæjar hlaut gull- og silfurverðlaun í "Canta Al Mar" alþjóðlegri kórakeppni á Spáni 2015
Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND