Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 29. apríl kl. 20 í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð HafnarfjarðarEfnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt að vanda. Kórinn frumflytur m.a. nýtt kórverk, Eldar, eftir Báru Grímsdóttur en verkið lýsir hörmungum móðuharðindanna á sérlega áhrifaríkan hátt. Einnig mun lagaval tónleikanna bera keim af söngferð kórsins til Vancouver í byrjun maí.
Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Listaverk í kynningargögnum er eftir Klöru Gunnlaugsdóttur-Lucas, myndlistarmann. |
Fréttasafn
September 2020
|