Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar verða haldnir mánudaginn 13. maí kl. 20 í Neskirkju í Reykjavík. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af kórverkum frá Finnlandi, Danmörku, Lettlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Kóratónlist frá Norðurlöndunum hefur verið áberandi á efnisskrá kórsins síðastliðin ár og verður þar engin breyting á. Fjölbreytni er þó alltaf í fyrirrúmi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gaman er að geta þess að nær helmingur verkanna á efnisskránni eru eftir konur, það er sannarlega mikið fagnaðarefni. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Einnig leika með kórnum Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Berglind Stefánsdóttir á þverflautu. Forsala aðgöngumiða er hafiMiðaverð er 3000 kr. í forsölu en 3800 kr. við innganginn. Forsala er á netfangi kórsins kvennakorgb@gmail.com og hjá kórkonum. Boðið verður uppá kaffi og kruðerí eftir tónleikanna í safnaðarheimili kirkjunnar.
Facebook viðburður tónleikanna |
Fréttasafn
June 2021
|