Við erum í gleðivímu eftir aðventutónleika okkar síðastliðið þriðjudagskvöld í DigraneskirkjuHúsfyllir var og hlýjar undirtektir tónleikagesta gerðu stundina ógleymanlega. Efnisskráin var fjölbreytt að vanda, senn hátíðleg og létt í bland. Sérstakir gestir voru Berglind Stefánsdóttir, flautuleikari og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari. Eftir tónleika var öllum boðið upp á heitt súkkulaði og jólakökur en sú samvera er orðin ómissandi þáttur í aðventutónleikum kórsins. Kvennakór Garðabæjar þakkar öllum þeim fjölmörgu sem fylltu Digraneskirkju, kærlega fyrir komuna og óskar þeim og landsmönnum öllum notalegrar aðventu, gleði og friðsæld á jólum.
|
Fréttasafn
September 2020
|