Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu tónleikagestum sem mættu á tvenna aðventutónleika okkar í Guðríðarkirkju kærlega fyrir komuna. Stemmning og hlýjar undirtekir áheyrenda gerðu þessa stund ógleymanlega og er þakklæti efst í huga okkar allra. Það má segja að máttur söngsins er ótvíræður þar sem alhvít jörð blasti við höfuðborgarbúum í morgun eftir að kórkonur kvöddu tónleikagesti í gærkveldi með fallega jólalaginu Það snjóar. Megi aðventan umvefja okkur öll. Ljósmyndari: Gunnar Svanberg
|
Fréttasafn
June 2021
|