Það var einstök sumarblíða þegar kórsystur hittust á veitingastaðnum Café Flóru í Grasagarðinum í fyrrakvöld. "Sumarhittingar" hafa verið fastur punktur í kórstarfinu til fjölda ára og þó flestir landsmenn séu á faraldsfæti á þessum árstíma láta þær kórkonur sem eru í bænum þessa samverustund ekki fram hjá sér fara. Oftast er hittst á kaffihúsum en einnig eru stuttar göngurferðir vinsælar. Vegna Covid og þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu hafa sumarhittingar haft enn meiri þýðingu fyrir kórkonur, sérstaklega þar sem kóræfingar hafa legið niðri síðan í mars sl. Það ríkir því mikil tilhlökkun fyrir komandi starfsári en kórinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á hausti komandi.
|
Fréttasafn
June 2021
|