KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Þorravaka 13. febrúar 2020

27/1/2020

Comments

 
Þorravaka, menningardagskrá í tali og tónum, verður haldin fimmtudaginn 13. febrúar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ og hefst kl. 20.
Menningardagskráin er orðin árlegur viðburður í menningarlífi Garðabæjar og er þetta nítjánda árið sem Kvennakór Garðabæjar og Menningar- og safnanefnd Garðabæjar standa fyrir dagskrá sem þessari.
Picture
Sú hefð hefur skapast að bæjarlistamaður Garðabæjar kynnir sig og verk sín. Bæjarlistamaður í ár er rithöfundurinn Bjarni M. Bjarnason en hann á að baki ellefu skáldsögur auk níu annarra ritverka. Bjarni hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar á ferli sínum, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin. 
Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Guðrún er þekkt fyrir skemmtileg og fræðandi erindi en auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún síðastliðin ár unnið sem leiðbeinandi og markþjálfi í íslensku atvinnulífi og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða. 
Það er alltaf gaman og gefandi að kynna efnilega nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir áheyrendum Þorravöku og fylgjast með þeim stíga sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Kvennakór Garðabæjar lofar fjölbreyttu og léttu lagavali en mun einnig kynna komandi afmælisár sem hefst 4. september 2020 þegar kórinn fagnar tuttugu árum frá stofnun. 
Þorravakan hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 1800 kr. innifalið er kaffi og kruðerí að hætti kórkvenna. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Picture
Comments

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND