Klukknanna köll, klingja í... Guðríðarkirkju. Í gær var löng, skemmtileg og vel heppnuð, laugardagsæfing og við orðnar mjög spenntar fyrir aðventutónleikunum okkar sem verða 2. og 3. desember. Mikið verður gaman að leyfa ykkur að hlýða á afraksturinn. Við erum þakklátar fyrir hversu margir ætla að mæta og minnum á að forsala miða er enn í gangi hjá kórkonum. Einnig er hægt að kaupa miða á netfangi kórsins: kvennakorgb@gmail.com.
|
Fréttasafn
June 2021
|