Okkur langar til að deila með ykkur þessum fallegu og skemmtilegu augnablikum frá aðventutónleikum okkar í Guðríðarkirkju. Heiðurinn af myndum á Gunnar Svanberg ljósmyndari. Góð stemning og hlýjar undirtekir tónleikagesta gerðu stundina ógleymanlega. Hljóðfæraleikarar voru þær Elísabet Waage, hörpuleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari kórsins en einnig lék Birgitta Feldís Bjarkardóttir, nemandi í flautuleik við Tónlistarskóla Garðabæjar, með í nokkrum lögum. Eftir tónleikana var öllum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Við þökkum þeim fjölmörgu sem nutu tónleikanna með okkur kærlega fyrir komuna og óskum þeim og landsmönnum öllum notalegrar aðventu, gleði og friðsæld á jólum.
|
Fréttasafn
September 2020
|