KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Hátíðleiki á aðventu

30/11/2018

Comments

 
Picture

Hátíðleiki aðventunnar verður hafður í öndvegi 
​á aðventutónleikunum 4. desember í Digraneskirkju

Hátíðleiki aðventu og jóla er ætíð hafður í öndvegi á aðventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar en að þessu sinni verða þeir haldnir þriðjudaginn 4. desember í Digraneskirkju. Áheyrendahópur Kvennakórs Garðabæjar hefur farið sístækkandi með hverju árinu. Tónleikar kórsins eru orðnir ómissandi þáttur í menningarupplifun margra Garðbæinga og annarra velunnara kórsins. 

Tónleikamiðarnir seldust upp á mettíma

Það hefur þó aldrei gerst áður að miðar hafi selst upp á mettíma eða um miðjan nóvember eins og gerðist nú. Það er auðvitað sérlega ánægjulegt en á móti leitt að geta ekki tryggt öllum fylgjendum kórsins miða. Það er því ljóst að á næsta ári þarf kórinn að huga að stærra tónleikahúsnæði eða halda tvenna tónleika. Draumurinn um að syngja í heimabæ í glæsilegu menningarhúsi rætist vonandi sem allra fyrst.
Á aðventunni mun kórinn syngja fyrir gesti og gangandi við hin ýmsu tækifæri, meðal annars í verslun IKEA og á hjúkrunarheimilum. ​Með ósk um notalega aðventu og gleði og frið á jólum.
Picture
Comments

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND