KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Kærar þakkir fyrir komuna á Þorravöku

14/2/2020

Comments

 
Menningardagskrá okkar í Kvennakór Garðabæjar, Þorravaka, var haldin í gærkveldi í safnaðarsal Vídalínskirkju í samstarfi við Menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Kórinn þakkar öllum þeim góðu gestum sem mættu fyrir komuna, þrátt fyrir einstaklega slæma veðurspá. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem tal og tónar réðu ríkjum. Bæjarlistamaður Garðabæjar Bjarni M. Bjarnason, rithöfundur gaf gestum innsýn inn í skáldaheim sinn og nýtt áhugavert ritverk. Tvö glæsileg atriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar gáfu tóninn um hið öfluga starf sem þar er innt af hendi. Hópur tólf saxófónnemenda og nemendi í djasspíanóleik heilluðu salinn sem flutningi sínum. Framkvæmdastjórinn, Guðrún Högnadóttir, fræddi gesti um "ómeðvitaða hlutdrægni" á einstaklega skemmtilegan hátt og fékk salinn með sér í léttar spurningar sem vöktu kátínu. Kvennakór Garðabæjar flutti nokkur lög í upphafi og enda dagskrárinnar en lagavalið einkenndist að mest af vor- og sumarlögum sem yljuðu gestum á annars þessu vindasama og kalda vetrarkvöldi.
Picture
Skoða fleiri myndir
Comments

    Fréttasafn

    June 2021
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND