Hinn árlegi IKEA jólasöngur okkar var um nýliðna helgi fyrir gesti og gangandi. Ekki skemmdi fyrir þessi fíni hljómburður í anddyri verslunarinnar. Á fimmtudaginn næsta heimsækjum við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ og eigum þar notalega stund og syngjum uppáhalds jólalögin okkar.
Okkur langar til að deila með ykkur þessum fallegu og skemmtilegu augnablikum frá aðventutónleikum okkar í Guðríðarkirkju. Heiðurinn af myndum á Gunnar Svanberg ljósmyndari. Góð stemning og hlýjar undirtekir tónleikagesta gerðu stundina ógleymanlega. Hljóðfæraleikarar voru þær Elísabet Waage, hörpuleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari kórsins en einnig lék Birgitta Feldís Bjarkardóttir, nemandi í flautuleik við Tónlistarskóla Garðabæjar, með í nokkrum lögum. Eftir tónleikana var öllum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur. Við þökkum þeim fjölmörgu sem nutu tónleikanna með okkur kærlega fyrir komuna og óskum þeim og landsmönnum öllum notalegrar aðventu, gleði og friðsæld á jólum.
Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu tónleikagestum sem mættu á tvenna aðventutónleika okkar í Guðríðarkirkju kærlega fyrir komuna. Stemmning og hlýjar undirtekir áheyrenda gerðu þessa stund ógleymanlega og er þakklæti efst í huga okkar allra. Það má segja að máttur söngsins er ótvíræður þar sem alhvít jörð blasti við höfuðborgarbúum í morgun eftir að kórkonur kvöddu tónleikagesti í gærkveldi með fallega jólalaginu Það snjóar. Megi aðventan umvefja okkur öll. Ljósmyndari: Gunnar Svanberg
|
Fréttasafn
June 2021
|