Jólakveðja frá okkur öllum í Kvennakór GarðabæjarKvennakór Garðabæjar óskar velunnurum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir gefandi samfylgd og stuðning á árinu. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði og frið og enn fleiri söngstundir.
Jólalag úr kvikmyndinni Home AloneEitt af uppáhaldslögum kórkvenna frá aðventutónleikum kórsins fyrr í þessum mánuði er hið hugljúfa jólalag "Somewhere in my Memory" (Hér í minni mínu) úr kvikmyndinni Home Alone. Lagið er eftir John Williams en íslenskur texti er eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Upptakan er frá aðventutónleikum kórsins 4. desember í Digraneskirkju. Ingibjörg Guðjónsdóttir stjórnar kórnum, Berglind Stefánsdóttir leikur á flautu og Hrönn Þráinsdóttir á píanó.
Margt var um manninn í verslun IKEA á sunnudaginn þegar Kvennakór Garðabæjar gladdi gesti með jólasöng sínum. Kórinn kom sér vel fyrir í andyri verslunarinnar og átti einstaklega skemmtilega og gefandi stund með gestum IKEA. Ljósmyndari: Andri Kárason
Fleiri myndir frá jólasöngnum í IKEA Við erum í gleðivímu eftir aðventutónleika okkar síðastliðið þriðjudagskvöld í DigraneskirkjuHúsfyllir var og hlýjar undirtektir tónleikagesta gerðu stundina ógleymanlega. Efnisskráin var fjölbreytt að vanda, senn hátíðleg og létt í bland. Sérstakir gestir voru Berglind Stefánsdóttir, flautuleikari og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari. Eftir tónleika var öllum boðið upp á heitt súkkulaði og jólakökur en sú samvera er orðin ómissandi þáttur í aðventutónleikum kórsins. Kvennakór Garðabæjar þakkar öllum þeim fjölmörgu sem fylltu Digraneskirkju, kærlega fyrir komuna og óskar þeim og landsmönnum öllum notalegrar aðventu, gleði og friðsæld á jólum.
|
Fréttasafn
September 2020
|