KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Gleðileg jól

22/12/2018

Comments

 
Picture

Jólakveðja frá okkur öllum í Kvennakór Garðabæjar

Kvennakór Garðabæjar óskar velunnurum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir gefandi samfylgd og stuðning á árinu. Megi nýtt ár færa okkur öllum gleði og frið og enn fleiri söngstundir.
Comments

Hér í minni mínu

19/12/2018

Comments

 

Jólalag úr kvikmyndinni Home Alone

Eitt af uppáhaldslögum kórkvenna frá aðventutónleikum kórsins fyrr í þessum mánuði er hið hugljúfa jólalag "Somewhere in my Memory" (Hér í minni mínu) úr kvikmyndinni Home Alone. Lagið er eftir John Williams en íslenskur texti er eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Upptakan  er frá aðventutónleikum kórsins 4. desember í Digraneskirkju. Ingibjörg Guðjónsdóttir stjórnar kórnum, Berglind Stefánsdóttir leikur á flautu og  Hrönn Þráinsdóttir á píanó.
Comments

Jólasöngur í IKEA

11/12/2018

Comments

 
Picture
Margt var um manninn í verslun IKEA á sunnudaginn þegar Kvennakór Garðabæjar gladdi gesti með jólasöng sínum. Kórinn kom sér vel fyrir í andyri verslunarinnar og átti einstaklega skemmtilega og gefandi stund með gestum IKEA.
Ljósmyndari: Andri Kárason
Fleiri myndir frá jólasöngnum í IKEA
Comments

Takk fyrir komuna á aðventutónleikana

4/12/2018

Comments

 
Picture

Við erum í gleðivímu eftir aðventutónleika okkar síðastliðið þriðjudagskvöld í Digraneskirkju

Húsfyllir var og hlýjar undirtektir tónleikagesta gerðu stundina ógleymanlega. Efnisskráin var fjölbreytt að vanda, senn hátíðleg og létt í bland. Sérstakir gestir voru Berglind Stefánsdóttir, flautuleikari og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari. Eftir tónleika var öllum boðið upp á heitt súkkulaði og jólakökur en sú samvera er orðin ómissandi þáttur í aðventutónleikum kórsins. Kvennakór Garðabæjar þakkar öllum þeim fjölmörgu sem fylltu Digraneskirkju, kærlega fyrir komuna og óskar þeim og landsmönnum öllum notalegrar aðventu, gleði og friðsæld á jólum. 
Ljósmyndari: Ragnheiður Arngrímsdóttir
​Fleiri myndir frá Aðventutónleikunum 
Comments

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND