„Eftirvæntingu í augum má sjá, allt er eitthvað svo spennandi í dag“ segir í fallegu jólalagi. Ætli það sé ekki einmitt sú eftirvænting og jólastemning sem við kórkonur upplifum þessa dagana. Tvennir aðventutónleikar eru framundan í Guðríðarkirkju, 2. og 3. desember, og örfáir miðar eftir á þá síðari. Í morgun var formleg lokaæfing og klæddumst við allar jólapeysum sem jók enn frekar á jólagleðina.
Það er gaman að segja frá því að nú er orðið uppselt á fyrri tónleikana okkar. Enn er hægt að nálgast miða á seinni tónleikana.
Klukknanna köll, klingja í... Guðríðarkirkju. Í gær var löng, skemmtileg og vel heppnuð, laugardagsæfing og við orðnar mjög spenntar fyrir aðventutónleikunum okkar sem verða 2. og 3. desember. Mikið verður gaman að leyfa ykkur að hlýða á afraksturinn. Við erum þakklátar fyrir hversu margir ætla að mæta og minnum á að forsala miða er enn í gangi hjá kórkonum. Einnig er hægt að kaupa miða á netfangi kórsins: kvennakorgb@gmail.com.
|
Fréttasafn
June 2021
|