KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Um þessar mundir eru fjögur ár síðan kórinn vann til verðlauna í kórakeppni á Spáni

31/10/2019

Comments

 
Þessa dagana hríslast sönn gleðitilfinning um kórkonur er Fésbókin minnir á að fjögur ár eru síðan kórinn vann til tvennra verðlauna í kórakeppninni Canta al mar á Spáni. Það ríkir ekki síður mikil gleði nú á haustdögum hjá kórkonum er þær sameinast í söng og æfa öll fallegu jólalögin fyrir aðventutónleikana sem verða 2. og 3. desember. Í fyrra var uppselt. Forsala miða er hafin hjá kórkonum og á netfangi kórsins: kvennakorgb@gmail.com.
Picture
Comments

Tvennir aðventutónleikar verða í ár

16/10/2019

Comments

 
Við kórkonur í Kvennakór Garðabæjar erum sannarlega komnar í snemmbúið jólaskap. Undirbúningur fyrir aðventutónleika okkar er hafinn. Að þessu sinni verða tvennir tónleikar þar sem uppselt hefur verið síðast liðin tvö ár og færri komust að en vildu. Fyrri tónleikanir verða mánudagskvöldið 2. desember og þeir seinni þriðjudagskvöldið 3. desember og hefjast kl. 20 í hinni hljómfögru Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Efnisskrá aðventutónleika okkar er ætíð fjölbreytt þar sem hátíðleiki og léttleiki mætast í jólalögum frá öllum heimshornum. Sérstakir gestir eru hljóðfæraleikararnir Elísabet Waage, hörpuleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari. Hin margrómaða samverustund eftir tónleika verður á sínum stað í hliðarsal kirkjunnar þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og kruðerí.
Picture

Forsala miða er hafin

Forsala aðgöngumiða er hafin hjá kórkonum og á netfangi kórsins kvennakorgb@gmail.com. Forsöluverð tónleikamiða er 3.000 kr. en miðaverð við innganginn á tónleikadag verður 3.800 kr.
Picture
Comments

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND