KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Vortónleikar 13. maí í Neskirkju í Reykjavík

20/4/2019

Comments

 
Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar verða haldnir mánudaginn 13. maí kl. 20 í Neskirkju í Reykjavík. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af kórverkum frá Finnlandi, Danmörku, Lettlandi, Bandaríkjunum og Kanada.
Kóratónlist frá Norðurlöndunum hefur verið áberandi á efnisskrá kórsins síðastliðin ár og verður þar engin breyting á. Fjölbreytni er þó alltaf í fyrirrúmi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Gaman er að geta þess að nær helmingur verkanna á efnisskránni eru eftir konur, það er sannarlega mikið fagnaðarefni. Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Einnig leika með kórnum  Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Berglind Stefánsdóttir á þverflautu. 

Forsala aðgöngumiða er hafi

Miðaverð er 3000 kr. í forsölu en 3800 kr. við innganginn. Forsala er á netfangi kórsins kvennakorgb@gmail.com og hjá kórkonum. Boðið verður uppá kaffi og kruðerí eftir tónleikanna í safnaðarheimili kirkjunnar. 

Facebook viðburður tónleikanna
Picture
Comments

Undirbúningur í hámarki fyrir vortónleika

9/4/2019

Comments

 
Þó söngur okkar kórkvenna í Kvennakór Garðabæjar hafi ekki ómað um stræti og torg nú á vordögum þá hefur kórinn ekki slegið slöku við í kórstarfinu né í þeim metnaði sem hann er þekktur fyrir. Nú er undirbúningur í hámarki fyrir árlega vortónleika sem verða mánudagskvöldið 13. maí í Neskirkju í Reykjavík. 
Picture

Vortónleikar 13. maí í Neskirkju

Stærstur hluti starfsársins hefur farið í að læra ný og spennandi kórverk. Af nógu er að taka því kórverka-biðlisti kórstjórans er ansi langur. Á vortónleikunum syngjum við kórverk frá Finnlandi, Danmörku, Lettlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Kóratónlist frá Norðurlöndunum hefur verið áberandi á efnisskrám kórsins síðastliðin ár og verður þar engin breyting á. Fjölbreytni er þó alltaf í fyrirrúmi svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nærri helmingur verkanna eru eftir konur og er það sannur viðburður sem kórkonur eru stoltar af. 
Picture
​Í byrjun mars síðastliðnum fengum við sænska tónlistarfræðinginn, Anci Hjulström, til að leiðbeina okkur á sérstakri æfingarhelgi. Anci er vel þekkt á Norðurlöndum fyrir sviðsuppfærslur sínar með kórum en hugmyndirfræði hennar "The Choir Body" er einstök upplifun bæði fyrir kórkonuna og kórinn sem heild. Afrakstur vinnunnar með Anci á án efa eftir að nýtast kórnum og leggur enn frekari grunn að metnaðarfullu og gefandi kórastarfi. 
Eins og áður kom fram er undirbúningur í hámarki fyrir vortónleikana. Það er mikið tilhlökkunarefni að flytja þessa fjölbreyttu efnisskrá sem hefur einkar sterkan undirtón og boðskap um betri heim.
Comments

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND