Við erum á leiðinni til Kanada til að taka þátt í Tapestry International 2018Kvennakórinn Elektra í Kanada undirbýr nú af fullum krafti komu okkar til Vancouver í byrjun maí. Þar munum við taka þátt í Tapestry International alþjóðlegu kóramóti. Kvennakórar allstaðar að úr heiminum sækja um þátttökurétt en einungis þrír kórar eru valdir úr hópi umsækjenda hverju sinni. Við erum mjög stoltar yfir því að hafa verið valdar til þátttöku og okkur finnst við aldeilis hafa dottið í lukkupottinn.
Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína sunnudaginn 29. apríl kl. 20 í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð HafnarfjarðarEfnisskrá tónleikanna verður fjölbreytt að vanda. Kórinn frumflytur m.a. nýtt kórverk, Eldar, eftir Báru Grímsdóttur en verkið lýsir hörmungum móðuharðindanna á sérlega áhrifaríkan hátt. Einnig mun lagaval tónleikanna bera keim af söngferð kórsins til Vancouver í byrjun maí.
Kórstjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir. Listaverk í kynningargögnum er eftir Klöru Gunnlaugsdóttur-Lucas, myndlistarmann. |
Fréttasafn
June 2021
|