Á þessum fallega vetrardegi og degi ástarinnar er tilefni til að deila með ykkur íslenska þjóðlaginu Stóðum tvö í túni. Ljóðið er úr Víglundarsögu en þessa snilldar útsetningu á laginu á Bára Grímsdóttir. Upptakan er frá þátttöku kórsins í Tapestry International, alþjóðlegu kvennakóramóti í Vancouver í Kanada. Hin árlega nýársgleði Kvennakórs Garðabæjar var haldin 2. febrúar 2019. Sérstök árshátíðarnefnd, þriggja kórkvenna, skipulagði gleðina af miklum myndarbrag. Gleði og glamúr var allsráðandi enda þemað Eurovision eða Kóravisíon. Eurovisionstjarnan, Hera Björk, mætti á svæðið og tók nokkur lög við mikin fögnuð og svo var sungið og dansað fram á nótt.
Fleiri myndir frá Kóravision Kvennakórs Garðabæjar |
Fréttasafn
September 2020
|