„Eftirvæntingu í augum má sjá, allt er eitthvað svo spennandi í dag“ segir í fallegu jólalagi. Ætli það sé ekki einmitt sú eftirvænting og jólastemning sem við kórkonur upplifum þessa dagana. Tvennir aðventutónleikar eru framundan í Guðríðarkirkju, 2. og 3. desember, og örfáir miðar eftir á þá síðari. Í morgun var formleg lokaæfing og klæddumst við allar jólapeysum sem jók enn frekar á jólagleðina.
|
Fréttasafn
June 2021
|