KVENNAKÓR GARÐABÆJAR
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND

Kvennakór Garðabæjar er 20 ára í dag

4/9/2020

Comments

 
Við eigum afmæli í dag 4. september. Afmælinu okkar verður fagnað vel og lengi eins fljótt og hægt er. Við hlökkum til þess að deila því með ykkur.
Picture
Skoða myndband
Comments

Söngsystur óskast

17/8/2020

Comments

 
Við leitum að metnaðarfullum söngkonum sem hafa áhuga á því að syngja í góðum kór og vinna að spennandi verkefnum í frábærum félagsskap
Picture
Smelltu hér til að vita meira
Comments

Skemmtilegur sumarhittingur

4/7/2020

Comments

 
Það var einstök sumarblíða þegar kórsystur hittust á veitingastaðnum Café Flóru í Grasagarðinum í fyrrakvöld. "Sumarhittingar" hafa verið fastur punktur í kórstarfinu til fjölda ára og þó flestir landsmenn séu á faraldsfæti á þessum árstíma láta þær kórkonur sem eru í bænum þessa samverustund ekki fram hjá sér fara. Oftast er hittst á kaffihúsum en einnig eru stuttar göngurferðir vinsælar. Vegna Covid og þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu hafa sumarhittingar haft enn meiri þýðingu fyrir kórkonur, sérstaklega þar sem kóræfingar hafa legið niðri síðan í mars sl. Það ríkir því mikil tilhlökkun fyrir komandi starfsári en kórinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á hausti komandi.
Picture
Comments

Hreinsunarátak í Garðabæ

13/5/2020

Comments

 
Það voru kátar kórkonur sem mættu í "plokkið" í gærkveldi. Þessa dagana stendur Garðabær fyrir hreinsunarátak og létu kórkonur ekki sitt eftir liggja við að fegra og hreinsa bæinn á þurrum en örlítið köldum vordegi. 
Picture
Comments

Aria dagsins sungin af kórstjóranum okkar

7/4/2020

Comments

 
Við í kvennakór Garðabæjar erum mjög stoltar af kórstjóranum okkar enda ærin ástæða til. Hún er vakin og sofin yfir kórnum okkar og á tímum samkomubanns slær hún ekki slöku við í vinnu fyrir kórinn heima við á milli þess sem hún gleður okkur og aðra með þessum dásamlega söng.
Comments

Hópknús til allra

26/3/2020

Comments

 
Á þessum fordæmalausu tímum söknum við kórsystur kóræfinga okkar, tónlistar og yndislegrar vináttu. Megi hið hlýja hópknús okkar ylja landsmönnum öllum
Picture
Comments

Kærar þakkir fyrir komuna á Þorravöku

14/2/2020

Comments

 
Menningardagskrá okkar í Kvennakór Garðabæjar, Þorravaka, var haldin í gærkveldi í safnaðarsal Vídalínskirkju í samstarfi við Menningar- og safnanefnd Garðabæjar. Kórinn þakkar öllum þeim góðu gestum sem mættu fyrir komuna, þrátt fyrir einstaklega slæma veðurspá. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem tal og tónar réðu ríkjum. Bæjarlistamaður Garðabæjar Bjarni M. Bjarnason, rithöfundur gaf gestum innsýn inn í skáldaheim sinn og nýtt áhugavert ritverk. Tvö glæsileg atriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar gáfu tóninn um hið öfluga starf sem þar er innt af hendi. Hópur tólf saxófónnemenda og nemendi í djasspíanóleik heilluðu salinn sem flutningi sínum. Framkvæmdastjórinn, Guðrún Högnadóttir, fræddi gesti um "ómeðvitaða hlutdrægni" á einstaklega skemmtilegan hátt og fékk salinn með sér í léttar spurningar sem vöktu kátínu. Kvennakór Garðabæjar flutti nokkur lög í upphafi og enda dagskrárinnar en lagavalið einkenndist að mest af vor- og sumarlögum sem yljuðu gestum á annars þessu vindasama og kalda vetrarkvöldi.
Picture
Skoða fleiri myndir
Comments

Menningardagskrá í tali og tónum 13. febrúar 2020

12/2/2020

Comments

 
Minnum á Þorravökuna okkar á morgun fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarsal Vídalínskirkju í Garðabæ. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá í tali og tónum og ljúfa kaffihúsastemningu. Miðar verða seldir við innganginn og er aðgangseyrir 1.800 kr. kaffi og kruðerí er innifalið í miðaverði.
Picture
Comments
<<Previous

    Fréttasafn

    September 2020
    August 2020
    July 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    May 2018
    April 2018
    December 2017

Kvennakór Garðabæjar
Asparholti 13
​225 Álftanesi
© 2020 Kvennakór Garðabæjar
  • Fréttir
  • KÓRINN
    • SAGA
    • STJÓRNANDI
  • ÚTGÁFA
  • SAMBAND